Skjákynningar

Líkt og með allar kynningar þá ganga þær út á innihald þess sem sagt er en á ekki að vera stýrt af glærunum sjálfum. Hér má sjá nánari lýsingu á því. 

Prezi er opið kynningartól þar sem kynningar eru unnar á vefnum. Hægt er að gera myndræna margmiðlunarkynningu sem byggir á fyrirfram hönnuðum þemum.  Hér má sjá stutta kynningu á Prezi. Hér eru leiðbeiningar. prezi.com

Google slides er opið kynningartól þar sem kynningar eru unnar á vefnum án þess að þurfa að hlaða niður forriti. 

Slides.com er opið kynningartól þar sem kynningar eru unnar á vefnum án þess að þurfa að hlaða niður forriti. http://slides.com/

Sway er nýtt app frá Microsoft þar sem margmiðlunarkynningar eru gerðar aðgengilega og auðveldar í notkun. Tenging á milli samskiptamiðla og forrita er góð og því einfalt að setja myndbönd og myndir inn í kynninguna.

Slide share er gagnabanki fyrir glærukynningar. Hægt er að hlaða upp ppt kynningunni sinni og opna hvar sem er án þess að vera með hana á hörðum diski með sér. Glærukynningar eru oft mjög stórar í sniðum og því erfitt að senda þær í tölvupósti. Á slide share er hægt að hafa kynningar sínar lokaðar eða opnar öllum. 


Vefrit

Í stað þess að prenta út verkefni, ritanir og bæklinga má gefa efnið út á rafrænan hátt. Á vef issuu.com má setja upp aðgang fyrir skólann og auðvelt er að hlaða pdf. skjali inn á vefinn. Það birtist svona á vefnum.


Útgáfa myndefnis

Útgáfa myndbanda. Hægt er að hlaða myndböndum upp á youtube, vimeo og fleiri staði.

Mikilvægt er að skoða friðhelgisstillingar og velja hvort að myndbandið eigi að vera opið öllum eða óskráð. Oft er það góð lausn að aðeins sá sem er með vefslóð verkefnisins, ratar á myndskeiðið.

Hér má gera gif myndir (innskráning nauðsynleg, en að kostnaðarlausu).

 

Annað

Wetransfer er sniðug síða sem hægt er að senda stórar skrár (allt að 2Gb) í tölvupósti, óháð hvort að pláss sé í tölvupósthólfinu eða ekki. Þetta gagnast vel, ef senda á myndbönd, myndir, stórar skjákynningar o.fl.