Nemendur geta samið tónlist, eða texta við þekkt lög. Tilvalið er að flytja lifandi tónlist, en ef ætlunin er að taka upp, eða búa til raftónlist, þá eru leiðbeiningar Björgvins Ívars Guðbrandssonar um notkun Garageband í IPad að finna hér
Ef ætlunin er að taka lag sem er til, er kareoke útgáfa flestra laga aðgengileg á youtube. Auðvelt er að vista tónlist af youtube en til þess eru notaðir þar til gerðir "converterar". Sjá t.d. hér.
Creative Commons er ákveðin tegund höfundaréttar. Hægt er að finna tónlist á vefnum sem er merkt á þann hátt að notendur hafa leyfi til að nota hana og jafnvel breyta henni og byggja á henni eigin höfundarverk. Á þessari síðu má finna tónlistarsöfn sem auðvelt er að leita í.