Margmiðlun í kennslu. Kennsluvefur eftir Björgvin Ívar Guðbrandsson sem samanstendur af stuttum kennslumyndum. Á vefnum má meðal annars læra um gerð heimildarmynda, notkun klippiforrita, stop motion og time laps. Hér er kvikmyndagerð útskýrð á 14 mínútum.

Í kvikmyndagerð notum við oftast  eigin upptökur. Stundum er þó nauðsynlegt að nota myndbrot frá öðrum og eru til myndasöfn og myndbrotasöfn sem eru opin til notkunar og breytinga. Á þessari síðu má finna margar myndbrotaveitur. Mikilvægt er að geta heimilda þegar myndbrot eru notuð í eigin verk. 

Tónlist er mikilvægur hluti í kvikmyndagerð. Finna má fjölbreytta tónlist á netinu sem nota má á margvíslegan hátt. Til dæmis má nefna að tónlist sem er merkt á ákveðinn hátt (Creative Commons, CC 0.0 og CC 1.0) er opin öllum til notkunar. Sum merki sýna að notendur hafa leyfi til að nota hana og jafnvel breyta henni og byggja á henni eigin höfundarverk. Önnur merki sbr. CC 3.0 krefur notandann um að geta höfundar í heimildaskrá. Á þessari síðu má finna tónlistarsöfn sem auðvelt er að leita í. Nota má ítarlegri leitarmöguleika, þar sem hægt er að velja takt, tegund og lengd tónlistarinnar. 

Tónlistarsafn til notkunar í kvikmyndagerð. Mynd: http://freemusicarchive.org/curator/Video/